« nóvember 2006 | Main | janúar 2007 »

Áramóta-ávarp 2006

desember 31, 2006

Ok, árið um það bil að klárast. Þarf maður þá ekki að skoða sitt líf?

Þetta er búið að vera furðulegt ár. Ég hef lent í hlutum sem mig hefði aldrei grunað í byrjun árs, flesta þá ræði ég ekki hér. Ég lenti í frábæru en ótrúlega furðulegu sambandi, ferðaðist til Asíu, hætti í vinnunni minni eftir þriggja ára starf, sat ástfanginn fyrir framan Eiffel turninn, kynntist skemmtilegu fólki, sá Evrópuleiki á Anfield og á Camp Nou, áttaði mig betur á því hvað ég vil gera í framtíðinni og ferðaðist til ellefu landa: Tælands, Dubai, Víetnam, Kambódíu, Laos, Slóveníu, Frakklands, Spánar, Þýskalands, Svíþjóðar og Englands.

Á endanum var þetta ekki jafnmikið ár breytinga einsog ég átti von á. Aðalástæðan var sú að ég samdi um að vera lengur í vinnunni minni en mig langaði upphaflega til. Þannig að meirihluta ársins eyddi ég í starfi, sem mér fannst hvorki spennandi né krefjandi lengur. En það var þó ákvörðun sem ég tók sjálfur og lítið yfir því að kvarta.

Þegar ég var útí Asíu hafði ég mikinn tíma með sjálfum mér og eyddi tíma í að hugsa hvað ég vildi gera varðandi sjálfan mig, bæði varðandi vinnu og einkalíf. Einhvern veginn hef ég verið of upptekinn eftir að ég kom heim til að koma einhverju af því í verk. Ef ég verð á Íslandi um næstu áramót þá ætla ég að vera sáttur við að vera hérna. Núna hef ég ekki lengur hluti sem binda mig og því þarf ég að gera upp við sjálfan mig hvar ég vil vera.


Eitt af því sem er þó breytt frá síðust áramótum er að ég er sáttur við og kann nokkuð vel við að vera single. Kannski var það eitthvað við þessi sambönd á árinu eða þá við Asíuferðina eða eitthvað annað. En ég hef haft lúmskt gaman af þessu lífi að undanförnu.

Það sem mig vantar hins vegar núna eru fleiri vinir. Ég er nefnilega í þeirri aðstöðu að eiga fulltaf vinum, sem eru á allt öðrum stað í lífinu en ég. Þeir eru að eignast börn, hugsa um fjölskylduna sína og slíkt. Eflaust fínt fyrir þá, en þetta eru hlutir sem ég hef engan áhuga á akkúrat núna. Þetta er ekki gagnrýni á þá, heldur frekar viðurkenning á þeirri staðreynd að við eigum minna sameiginlegt nú en fyrir nokkrum árum.

Og ég hef uppgötvað að það er líklegra til árangurs að kynnast nýju fólki heldur en að reyna að breyta fólkinu í kringum mig. Ég þarf að kynnast fólki, sem er single eða sem nennir að djamma og fara útúr húsi. Þetta hljómar kannski skringilega sorglega, en svona er þetta bara. Ég er nýhættur á vinnustað þar sem mínir helstu samstarfsmenn voru allir komnir yfir fertugt og vinn núna á vinnustað þar sem flestir starfsmennirnir eru undir tvítugt. Því eru ekki margir staðir þar sem maður getur kynnst nýju fólki. Ég fór líka í háskóla í Bandaríkjunum og því eru margir af mínum bestu vinum einfaldlega búsettir í öðrum löndum. Og svo hefur það æxlast þannig að allir mínir bestu vinir hérna heima hafa verið í samböndum í langan, langan tíma.

Þannig að við þessi áramót ég er sáttur við sumt, en ósáttur við annað.


En ég ætla að breyta mörgu á næsta ári. Ég held að það ár verði spennandi þegar að kemur að atvinnumálum mínum. Ég hef tekið mér ákveðinn tíma í ákveðið verkefni og það verður fróðlegt að sjá hvernig það þróast. Svo veit ég vel að ferðalöngunin á eftir að koma yfir mig þegar að tekur að vora og þá er ég einna helst að líta til suður hluta Mið-Ameríku, eða þá til Indlands.

2007 skal vera gott ár.

Gleðiðlegt ár. Takk fyrir að lesa.

619 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Dagbók

Bestu plöturnar og lögin 2006

desember 29, 2006

Jæja, einsog vanalega þá er hérna listi minn yfir bestu plötur og bestu lög ársins 2006.

  1. Bob Dylan - Modern Times - Þetta var barátta milli besta tónlistarmanns allra tíma og besta poppara í heimi í dag um bestu plötu ársins að mínu mati.

    En Dylan hefur vinninginn. Þetta er að mínu mati hans besta plata í verulega langan tíma, þrátt fyrir að síðustu plötur hans hafi vissulega verið frábærar. Þetta ár er án efa ekki jafn sterkt og síðasta ár hvað tónlist varðar, en Dylan er kóngurinn og Modern Times er frábær plata.

    Ég var auðvitað fáránlega spenntur fyrir plötunni og gaf henni allan minn tíma (hún einokaði iPodinn mikið útí Kambódíu). Og hann stóðst nokkurn veginn allar mínar væntingar. Besta lag: Workingman’s Blues #2
  2. Justin Timberlake - FutureSex/LoveSounds - Fyrir þremur árum skrifaði ég fyrst um aðdáun mína á Justin Timberlake. Þá voru margir vinir mínir sannfærðir um að ég væri orðnn hálf klikkaður. En í dag þykir það ekkert sjokkerandi að lýsa yfir aðdáun á honum. Hann er einfaldlega konungur poppsins í dag. Platan er kannski ekki jafn stórkostleg og Justified, en hún er frábær. Besta lag: Sexyback
  3. Band of Horses - Band of Horses - Frábær plata, sem mun alltaf minna mig á sumarkvöld á Vesturgötunni. Besta lag: The Funeral
  4. Peter, Bjorn & John - Writer’s Block - Frábær plata frá þessum sænsku snillingum. Besta lag: Young Folks
  5. Midlake - The Trials of Van Occupanther - Gunni vinur minn á heiðurinn af því að kynna mig fyrir þessu bandi.
  6. Bruce Springsteen - We Shall Overcome (The Seeger Sessions) - Algjörlega frábær cover plata hjá meistara Springsteen. Hann tekur þarna gömul Pete Seeger lög og gerir þau að sínum. Ég elska þessa plötu! Besta lag: Old Dan Tucker
  7. Ghostface Killah - Fishscale - Einsog vinur minn sagði þegar ég benti honum á þessa plötu: Loksins rapptónlist “sem ekki er samin sem undirleikur fyrir eitthvað glys myndband”. Ghostface er án efa sá sem hefur haldið heiðri Wu-Tang á lofti og þessi plata er algjörlega frábær rapp plata.
  8. Joanna Newsom - YS
  9. Los Amigos Invisibles - Superpop Venezuela - Venezuelsku snillingarnir í Los Amigos Invisibles taka þarna slatta af venezuelskum lögum og setja í nýjan búning, þar á meðal þemalagið úr Miss Venezuela, sem kallaði fram gamlar minningar hjá mér, enda var ekki lítið gert úr þeirri keppni í þessu landi fegurðarsamkeppnanna.
  10. Neil Young - Living With War
Vonbrigði ársins: Flaming Lips, The Streets

Uppgötvun ársins hjá mér: Exile on Main Street - Rolling Stones.

Og svo eru það 15 bestu lög ársins 2006

  1. Jeff Who - Barfly - Já, ég veit að þetta lag kom útá plötu í fyrra. En lagið sló í gegn í ár. Það er einfaldlega ekkert lag sem kom manni í betra skap síðasta sumar. Ég man eftir að hafa verið inná skemmtistað í miðbænum þegar þetta lag var spilað og ég get svo svarið að ALLIR á staðnum sungu með viðlaginu. Besta partílag sem ég hef heyrt í langan tíma.
  2. Justin Timberlake - Sexyback - Það var annaðhvort þetta eða My Love af JT plötunni. Frábær danstónlist.
  3. Peter, Bjorn and John - Young Folks - Flautið í laginu var gjörsamlega að gera mig geðveikan á tímabili. Þetta lag var fast í hausnum á mér verulega lengi.
  4. Bob Dylan - Workingmans’s Blues #2 - Besta lagið á bestu plötu ársins.
  5. RHCP - Dani California - Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei almennilega komist inní Stadium Arcadium. En þetta er fyrsta lagið á plötunni og það lofar allavegana góðu.
  6. The Killers - When you were young - Platan olli vonbrigðum en þetta lag er gott.
  7. Gnarls Barkley - Crazy
  8. The Dixie Chicks - Not ready to make nice
  9. Damien Rice - Rootless Tree - Nýja D. Rice platan var ekki alveg jafn góð og O (kannski maður þurfi að heyra hana á tónleikum - það voru allavegana tónleikar sem opnuðu O fyrir mér. En þetta lag er afbragð.
  10. Ghostface Killah - Kilo
  11. Lily Allen - Smile
  12. Muse - Starlight - Hef ekkert komist neitt sérstaklega mikið inní þessa Muse plötu (eftir að hafa elskað Absolution) en þetta lag er gott.
  13. Nelly Furtado - Promiscuous
  14. Ampop - Gets Me Down
  15. Bruce Springsteen - Old Dan Tucker
700 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Topp10 & Tónlist

Fréttir?

desember 29, 2006

Talandi um innihaldslausar fréttir. Fyrsta fréttin á Vísir.is er þessi stórfrétt: Áfengissala tvöfaldast nú fyrir áramótin.

NO FOKKING SJITT!

19 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Fjölmiðlar

Kynjakvóti?

desember 29, 2006

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju “kynjakvóti” Vinstri Grænna, sem var notaður í prófkjörunum á höfuðborgarsvæðinu heitir ekki sínu rétta nafni, “karlakvóti”?

23 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Wade

desember 29, 2006

Þetta er ágætlega gert hjá stráknum:

6 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Íþróttir

Leiðinlegustu fréttir ársins

desember 27, 2006

Jæja, er ekki voðalega vinsælt að hafa svona topplista fyrir árið. Þetta voru að mínu mati leiðinlegustu fréttir ársins 2006:

  1. Baugsmálið: Enn eitt árið er þetta leiðinlegasta fréttaefnið. Þetta mál náði að vera pínku spennó þegar öll þessi persónulegu email komu upp. En á þessu ári hafa fréttir um Baugsmálið verið 100% leiðindi. Hver er hæfur, hver er vanhæfur, who gives a fuck? Geta menn ekki bara klárað þetta mál? Það hefur enginn gaman af þessu, ekki Baugsmenn, ekki ríkið og svo sannarlega ekki við hin.
  2. Allar fréttir um íslenska fjölmiðla. Þá sérstaklega fréttir um RÚV frumvarpið.
  3. Fréttir um launamál flugumferðarstjóra. Getur ekki einhver fréttamaður tékkað á því hvort ríkið sé að brjóta á flugumferðarstjórum? Ef svo er, þá má gagnrýna ríkið. En ég nenni ekki að hlusta á 20 fréttir þar sem ríkið segir eitt og þessir flugumferðarstjórar annað. Af hverju geta fréttamenn ekki bara kannað málið í stað þess að spyrja bara þá sem deila? Fyrir flughræddan mann einsog mig, þá vil ég ekki vita til að þessir menn séu í fýlu.
  4. Fréttir af milliuppgjöri fyrirtækja. Hvergi annars staðar í heiminum er milliuppgjörum fyrirtækja slegið upp sem fyrstu fréttum á vefútgáfum dagblaða með öðrum almennum fréttum.
  5. Fréttir af matsfyrirtækjum. Ég leyfi mér að fullyrða að langflest fólk hefur ekki hugmynd um hvað þessi matsfyrirtæki eru að bralla. Segið mér hvaða áhrif þetta hefur á bankabókina mína og þá get ég kannski gert mér upp áhuga. Og ég er hagfræðingur!
  6. Allar fréttir sem fela í sér viðtöl við börn. Meðal annars fréttir um að nú séu að koma jól, hvítasunna, páskar, sumar og 17.júní. Einnig fréttir með viðtölum við jólasveina.

Ég er ábyggilega að gleyma einhverju. Einhverjar hugmyndir?

285 Orð | Ummæli (14) | Flokkur: Fjölmiðlar

Samkeppni

desember 27, 2006

Hver segir að það sé ekki gagnlegt að vera áskrifandi að The Economist? Í heftinu frá 25.nóvember (vá, ég er bara mánuði á eftir í lestri á blaðinu) þá er skemmtileg grein um daður í vísindahluta blaðsins.

IF YOU have ever sat alone in a bar, depressed by how good-looking everybody else seems to be, take comfort—it may be evolution playing a trick on you.

Sálfræðingurinn Sarah Hill gerði nokkuð sniðuga könnun. Hún fékk fólk af báðum kynjum til að skoða myndir af fólki af eigin kyni og gagnstæða kyninu og gefa þeim einkunn. Þannig að karlmenn sáu myndir af konum og gáfu þeim einkunn og svo sáu þeir myndir af öðrum körlum og gáfu þeim einkunn eftir því hvernig þeir héldu að konur litu á þá.

Og niðurstöðurnar eru þær að kynin halda að aðrir af sama kyni séu meira heillandi fyrir gagnstæða kynið heldur en þeir í raun og veru eru. Þannig að karlar héldu að aðrir karlmenn væru meira heillandi fyrir konur en konum fannst þeir vera.

Þetta er líka áhugavert:

As studies show, and many women will attest, men tend to misinterpret innocent friendliness as a sign that women are sexually interested in them. Dr Haselton and Dr Buss reasoned that men who are trying to decide if a woman is interested sexually can err in one of two ways. They can mistakenly believe that she is not interested, in which case they will not bother trying to have sex with her; or they can mistakenly believe she is interested, try, and be rejected. From an evolutionary standpoint, trying and being rejected comes at little cost, except for hurt feelings. Not trying at all, by contrast, may mean the loss of an opportunity to, among other things, spread one’s DNA.

There is an opposite bias in women’s errors. They tend to undervalue signs that a man is interested in a committed relationship. That, the idea goes, is because a woman who guesses wrongly that a man intends to stick around could end up raising a child alone.

Jammmm…

342 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Tækni

Jólakveðjur

desember 23, 2006


Þá er ég búinn að sannfæra sjálfan mig um að allt sé í lagi í vinnunni minni og get því sagt að jólin séu að byrja. Ég næ mér aldrei í neitt sérstakt jólaskap vikurnar fyrir jól, þar sem það að eiga veitingastað í Kringlunni gerir mig alltaf frekar stressaðan fyrir jólin.

Svo erfiður var þessi jólaundirbúningur í ár að ég komst ekki einu sinni í að skrifa jólakort í tæka tíð. Er rétt að byrja á þeim núna á Þorláksmessukvöld. Þannig að nema þú sért svo heppin/n að hitta mig í dag eða á morgun, þá færðu jólakort frá mér eftir jól. :-)

En allavegana til allra, sem lesa þessa síðu: Gleðileg jól!!!

139 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Almennt

Uppboð 2006: Vín

desember 20, 2006

Ok, þá er það síðasti hluti uppboðsins!!

Þú getur lesið um uppboðið hér.

Núna eru það tvær eðal vínflöskur, sem eru boðnar upp.

The Macallan viskí

Single Malt Highland Schotch Whiskey - 12 years old

Sjá mynd af flöskunni hérna

Lágmarksboð: 5.000 krónur

Poggio Alle Mura rauðvín

Árgerð 1998. Þetta er klassavín, sem ég fékk gefið úr einkasafni góðs manns. 1998 árgangurinn af þessu víni fékk fékk 93 stig af 100 í maí hefti Wine Spectator 2003. Topp árgangur af topp víni!!!

Sjá mynd af flöskunni hérna.

Lágmarksboð: 10.000 krónur

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á föstudagskvöld. Ef fólk býr á höfuðborgarsvæðinu, þá get ég reynt að koma flöskunum til þess á aðfangadagsmorgunn!

112 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Uppboð

Tobias Funke!

desember 19, 2006

Ég er byrjaður að horfa á þriðju og síðustu seríu af Arrested Development. Hafði beðið lengi með að horfa á þriðju seríuna. Suma hluti tengir maður ákveðnum aðilum og það er því furðulegt að upplifa þá undir öðrum kringumstæðum.

Allavegana, ég er byrjaður að horfa á 3. seríuna og ég lýsi því hér með að Tobias Funke er einn fyndnasti karakter í sögu sjónvarpsþátta.

Arrested-David-Cross6.jpg

Þetta er úr síðasta þætti sem ég horfði á:

Michael: They’ve got one guy who won’t be talking. That is, unless there’s a hand inside of him.

Tobias: Oh, please Michael, even then I wouldn’t say anything.

Þetta er eflaust ekki fyndið fyrir þá, sem hafa ekki horft á þættina, en ég kafnaði næstum því úr hlátri. Arrested Development eru æðislegir þættir. Gob og Tobias eru mestu snillingar í heimi!

134 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Sjónvarp

Fyrirsagnir í Hér og Nú

desember 18, 2006

Í síðustu viku var forsíðufyrirsögnin í Hér og Nú:

Tilhugsunin um brúðkaup pínleg

…og á þetta við um viðtal við Höllu Vilhjálms, sem er….?
Í þessari viku er fyrirsögnin á forsíðunni:

Hjá mömmu og pabba um jólin

…og er sú fyrirsögn við viðtal við Birgittu Haukdal. Mér þykja þessar fyrirsagnir - og þá sérstaklega sú síðari - benda til þess að innihald viðtalanna sé ekki mikið.

66 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Fjölmiðlar

6 ára

desember 18, 2006


Ég ásamt bekkjarfélögum á 25 ára afmæli Flataskóla þegar ég var 6 ára. Smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu.

21 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Myndir

Hættulegustu vegir í heimi

desember 18, 2006

Hérna er skemmtilegt blogg um hættulegustu vegi í heimi. Þrátt fyrir margar hryllingssögur af rútuferðum sem ég hef birt á þessari síðu, þá hef ég ekki upplifað að ferðast um neinn af þessum vegum.

Okkur Emil bauðst þó að ferðast um veginn sem er talinn sá næst hættulegasti, en það er vegurinn frá La Paz í Bólivíu til Yungas. Við heyrðum þvílíkar sögur af rútuferðum á þessum vegi (bílhræ fyrir neðan veginn, fullir bílstjórar og svo framvegis) og ákváðum því að þrátt fyrir að við gætum hugsanlega stært okkur af þessari rútuferð alla ævi, þá væri það varla áhættunnar virði.

Í stað þess ákváðum við að fara til Potosí í ferð, sem er án efa hræðilegasta rútuferð ævi minnar. Hún átti minnir mig að vera 7 tímar, en endaði á því að vera 19 tímar þar sem við festumst uppá einhverju fjalli á því sem átti að heita vegur, en gat varla talist mikið merkilegra en drulluslóð. Fyrir framan okkur var ung mamma með nokkur lítil börn, sem grétu nánast stanslaust alla ferðina. Sú rútuferð var alveg nógu erfið fyrir mig. :-)

182 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Ferðalög

Uppboð: Áminning

desember 18, 2006

Minni á að uppboði á Francis Francis vélinni lýkur á miðnætti í kvöld.

Francis Francis X6 - hvít espresso vél

francis%20francis.jpeg


Einsog stendur er hæsta boð 21.000 22.000 kall - en vélin kostar 33.000 útúr búð!!! Ef þú vilt bjóða í vélina, settu þá inn ummæli hérna.

46 Orð | Flokkur: Uppboð

Einar álfur

desember 18, 2006

Ef að jólasveinamyndin mín kom ykkur ekki í jólaskap, þá hlýtur ÞETTA að virka.

:-)

15 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Næstsíðasta laugardagskvöld fyrir jól

desember 16, 2006

Fyrir 364 dögum skrifaði ég eftirfarandi:

Hvað gerir ungur piparsveinn á laugardagskvöldi?

Jú, í mínu tilfelli þá hef ég eytt síðustu 5 klukkutímunum inní eldhúsi á Serrano, skerandi kjúkling og búandi til sósur. Það var hressandi

Einhvern veginn varð þetta síðasta laugardagksvöld fyrir jól ekki alveg einsog ég hafði gert mér vonir um. Það var svo sem blanda af nokkrum atburðum. Dagurinn í dag var sá stærsti í sögu Serrano. Við höfum aldrei selt jafnmikið og bættum fyrra met, sem sett var 22.desember í fyrra, um rúmlega 10%.

Núna er klukkan að verða 11 á laugardagskvöldi og ég sit inní stofu, algjörlega uppgefinn og hlusta á Ghostface Killah og reyni að slappa af. Ég eyddi einmitt þessu næstsíðasta laugardagskvöldi fyrir jól uppá Serrano.

Og viti menn, dagurinn í dag var stærsti dagur í sögu staðarins. Við bættum fyrra met um 16% og þrátt fyrir það að núna sé á Stjörnutorgi miklu meiri samkeppni (Sbarro í stað Bagel House). Vann frá 15-23, sem var ágætt.


Ég er ekki kominn í jólaskapið og ekki byrjaður að pæla í jólunum. Langar ekki í neitt sérstakt í jólagjöf, en mig hlakkar þó til að velja nokkrar jólagjafir. Því yngri sem þiggjendurnir eru, því skemmtilegra er valið. Svo á ég eftir að skrifa jólakort. Þau verða fleiri en í fyrra, sem er gaman.


Ég á oft á tíðum erfitt með að vera í afgreiðslunni á Serrano. Ég á mestan heiðurinn af þeim réttum sem við bjóðum uppá og því verð ég alltaf hálf svekktur þegar fólk er að breyta útaf þeim réttum sem við bjuggum til. Auðvitað er það ekkert nema sjálfsagt, en það er alltaf eitthvað innra með mér sem kippist við þegar að fólk vill sleppa svörtum baunum (sem eru æðislegar) eða breytir frá því að kaupa þá sósu sem ég lagði til að yrði notuð á viðkomandi burrito.

Ég las einhvern tímann vefsíðu þar sem mun betri kokkar en ég svekktu sig yfir fólki, sem kom á fínu veitingastaðina þeirra - pantaði flotta rétti, sem þeir höfðu eytt árum í að fullkomna, og bað svo um salt og pipar eða soja sósu eða tómatsósu og setti yfir réttinn. Það þótti kokkunum ekki gaman.

Alls ekki misskilja mig. Mér finnst þetta í góðu lagi hjá okkar viðskiptavinum og vissulega er það kosturinn við Serrano að það er hægt að breyta hlutunum og að sumum fólki finnst aðrar sósur betri en mér. En mér finnst þetta samt alltaf pínu erfitt. Stelpurnar, sem vinna með mér, geta hlegið af því hversu nærri mér ég tek þetta. :-)


En núna ætla ég að sofa út á morgun og svo reyna að kíkja út og kaupa jólagjafir.


Á leiðinni heim úr Kringlunni hlustaði á á einhverja útvarpsstöð þar sem að DJ-inn spilaði fyrst Suspicious Minds með Elvis Presley og svo Gone Daddy Gone með Violent Femmes. Ég söng svo hátt í bílnum mínum að það var sennilega nær öskrum en söng.

488 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Dagbók

Uppboð 2006: Ný Francis Francis espresso vél!

desember 14, 2006

Jæja, þá heldur uppboðið áfram. Sjá allt um uppboðið hér

Núna er það ekki hlutur úr mínu búi, heldur fékk ég mitt gamla fyrirtæki til að gefa hlut á uppboðið.

Þannig að núna er ég að bjóða upp hvorki meira né minn en glænýja Francis Francis Espresso vél. Vélin er semsagt gefin á þetta uppboð af Danól ehf en það frábæra fyrirtæki er umboðsaðili meðal annars fyrir þessar Francis Franics vélar og einnig fyrir illy, sem er besta kaffi í heimi!

Þannig að þessi espresso vél er enn í kassanum, alveg ný. Ótrúlega flott vél!!

Francis Francis X6 - hvít espresso vél

francis%20francis.jpeg


Lágmarksboð er 15.000 krónur, en vélin er mun verðmætari en það. Danól gefur vélina á uppboðið og því fer 100% upphæðarinnar til góðgerðarmála. :-)

Ég þakka Danól fyrir framlagið.

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á mánudagskvöld.

137 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Uppboð

Björn og Dagur í Kastljósinu

desember 14, 2006

Það er ekki oft sem ég horfi á Kastljósþátt tvisvar sama kvöldið. Ég og Emil horfðum á Björn Inga og Dag B í Kastljósþættinum og ég var svo hissa að ég varð að horfa aftur á þáttinn seinna um kvöldið.

Ég held að frammistaða Björns Inga hljóti að vera einhver hræðilegasta framganga stjórnmálamanns, sem ég hef séð í svona þætti. Ég hef hvorki tíma né þekkingu til að skrifa um allt sem tengist málinu. En Guðmundur Steingrímsson skrifar frábæran pistil um málið, sem ég get verið 100% sammála. Mæli með þeim pistli.

Eftir síðustu tvo Kastljósþætti hef ég haft góðar ástæður til þess að vera stoltur af því að vera í Samfylkingunni.

112 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Stjórnmál

Uppboð 2006: Dót

desember 14, 2006

Jæja, uppboð. Nánari upplýsingar um uppboðið hér.

Hérna er smá dót úr skápunum hjá mér. Á eftir mun ég hins vegar bjóða upp meira spennó hluti :-)

Þessu uppboði lýkur klukkan 23:59 á sunnudagskvöld.

At-At

Ég fékk At-At í gjöf frá mömmu og pabba þegar ég var lítill og man að sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn glaður. At-At ið er í ágætu ástandi, en alls ekki fullkomnu. Það virka ekki lengur byssurnar sem einu sinni virkuðu og ég hef leikið mér mikið með það.

Þetta hefur persónulegt gildi fyrir mig og því er lágmarksboð 5000 kall.

Matríóskur

Þessar matríóskur með rússneskum leiðtogum keypti ég á markaði í St.Pétursborg. Frá síðasta keisaranum til Pútíns. Lágmarksboð 1000 kall.

118 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Uppboð

Sorgleg lög

desember 13, 2006

Samkvæmt vísindalegri könnun er The Drugs don’t work með The Verve sorglegasta lag í heimi.

Magnað. Þetta hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldslögum og er einmitt á einni af mínum uppáhaldsplötum. Voru Eels ekki með í könnuninni?

38 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Tónlist

Uppboð 2006: Bókapakkar

desember 13, 2006

…. Uppboð la la la…. Sjá upplýsingar um uppboðið hér.

Ég veit að þetta er ekki beint mest spennandi hlutir í heimi, en það verða áhugaverðari hlutir á uppboði á fimmtudag og föstudag. So hold on tight. :-)

Núna eru það bókapakkar. Það er ég býð bækurnar saman í einum pakka. Lágmarksboð í hvorn pakka er 1.000 kall. Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.

Stephen King pakki

Þetta eru allt Stephen King bækur á íslensku, hard-cover í mjög góðu ástandi:
Úr álögum (Rose Madder)
Umsátur (Cujo)
Visnaðu (Thinner)
Eldvakinn (Firestarter)
Bókasafnslöggan (The Library Policeman)
Flóttamaðurinn (Running Man) - vantar kápu
Háskaleikur (Gerald’s Game)
Furðuflug (The Langoliers)
Örlög (Dolores Claiborne)
Duld (The Shining) - vantar kápu

Allt saman í einum pakka.

Íslensk knattspyrna

Ég seldi þetta á síðasta uppboði, en gaurinn sótti þær aldrei. Þannig að þetta er aftur á uppboði. Þetta eru bækurnar um Íslenska knattspyrnu frá árinu 1981-1993.

149 Orð | Ummæli (13) | Flokkur: Uppboð

Jólasveinn!

desember 13, 2006

Ég held að ég gæti orðið ágætis jólasveinn.

:-)

9 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndir

Uppboð 2006: Íþróttatreyjur

desember 13, 2006

Da da da da ra… Uppboðið heldur áfram. Sjá upplýsingar um uppboðið hér.

Núna eru það íþróttatreyjur, Liverpool og Barca (og Barca trefill). Þetta eru allt NOTAÐAR treyjur, sem þýðir að ég hef verið í þeim oft. En fyrir safnara þá eru þær í nokkuð góðu standi. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Lágmarksboð 1000 kall.

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.

Liverpool treyja 1

Liverpool treyja 2

Liverpool treyja 3

Þessi treyja er með sjúskuðu númeri Milan Baros á bakinu, sem hefur máðst af af miklu leyti. Einnig er Carlsberg logoið svolítið grátt.

Barcelona treyja

Barcelona trefill

Trefill sem ég keypti á Nou Camp fyrir einhverjum 4-5 árum.

Uppboðið endar kl 23:59 á laugardagskvöld.

117 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Uppboð

Milton!

desember 12, 2006

Ég trúi varla að ég hafi horft á einn og hálfan klukkutíma af Milton Friedman rífast við Ólaf Ragnar og Stefán Ólafsson á tölvunni minni. Þessi hagfræði-nördismi mun duga mér næstu vikurnar.

32 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Sjónvarp

ISG og GH í Kastljósi

desember 12, 2006

Í kjölfar Kastljósþáttarins áðan vil ég bara segja:

Mikið er ég þakklátur fyrir þá staðreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli vera formaður míns flokks en ekki Geir Haarde.


Af orðum og stolti Geirs Haarde í þættinum mætti halda að bankar og fjármagnstekjuskatturinn væri umtalsverður hluti af tekjum ríkissjóðs. Núna er ég ekki stærðfræðingur, en ég heyrði þrjár tölur í dag. Leiðréttið mig ef mér misheyrðist.

Fjármagnstekjuskattur skilaði 19 milljörðum á síðasta ári
Bankarnir borguðu 10 milljarða í skatta
Ríkisútgjöld verða 356 milljarðar á næsta ári.

Það þýðir að bankar og fjármagnstekjuskattur borga því 8% af útgjöldum ríkisins. Við hin borgum svo 92%.


Breytingartillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum eru árás á bændur samkvæmt Geir Haarde. Af hverju stíga menn ekki bara skrefið til fulls og sameina alla framsóknarmenn í einum stórum Íhaldsflokki?

Já, og hvalveiðarnar eru bara einhver flipp tilraun samkvæmt Geir. Við ætlum að skjóta hvali og svo tékka svo hvort við getum selt kjötið.

En ég spyr, af hverju að stoppa við hvali? Af hverju prófum við ekki að gefa út kvóta á 200 ketti í Reykjavík og sjáum hvort við getum selt kjötið af þeim? Það væri skemmtileg tilraun.

192 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Stjórnmál

Uppboð 2006: Geisladiskar P-W

desember 12, 2006

Ok, núna eru það geisladiskar - flytjendur P-W á uppboði. (sjá geisladiska A-P hérna)

Sjá nánar um uppboðið hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.

Pearl Jam - Vs
Pearl Jam - Vitalogy Pearl Jam - No Code
Pearl Jam - Yield
Presidents of the USA - Presidents of the USA
Quarashi - Guerilla Disco
R.E.M. - Monster
R.E.M. - New adventures in Hi-Fi
R.E.M. - Up
Rage against the machine - Evil Empire
Rage against the machine - Battle of Los Angeles
Red hot chili Peppers - Blood Sugar Sex Magik
Red hot chili Peppers - Californication
Red hot chili Peppers - One hot minute
Sigur Rós - Takk
Smashing Pumpkins - End is the beginning is the end
Stone Temple Pilots - Tiny Music…
Stone Temple Pilots - Purple
Stone Temple Pilots - Core
The Dismemberment Plan - Change
The Flaming Lips - Soft Bulletin
Velvet Underground - White Light / White Heat
Weezer - Weezer (bláa platan)
Wilco - Yankee hotel foxtrot
Wu-Tang - 36 Chambers
Wu-Tang - Forever
Wyclef - The Ecleftic

232 Orð | Ummæli (16) | Flokkur: Uppboð

Uppboð 2006: Geisladiskar A-P

desember 12, 2006

Næst eru það geisladiskar - flytjendur A-P á uppboði.

Sjá nánar um uppboðið hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.

AKWID - AKWID (mexíkóskt rapp)
Alice in Chains - Jar of Flies
Alice in Chains - 3 legged dog
Ampop - my delusions
Beastie Boys - Hello Nasty
Beastie Boys - Licenced to Ill
Beastie Boys - Check your head
Ben Folds - Ben Folds Live
Better than Ezra - Friction, Baby
Caifanes - La Historia
Cartel de Santa - Cartel de Santa
Cypress Hill - Unreleased and revamped
Foo Fighters - Foo Fighters
Hole - Celebrity Skin
Jeff Buckley - Grace - Legacy Edition
John Lennon - Imagine (soundtrack)
Lenny Kravitz - Are you gonna go my way
Live - Throwing Copper
Live - Secret Samadhi
Live - Mental Jewelry
Madvillain - Madvillainy
Marilyn Manson - Antichrist Superstar
Marilyn Manson - Mechanical Animal
Massive Attack - Mezzanine
Metallica - St. Anger (bara cd, ekki dvd)
Molotov - Dance and dense denso
Nine Inch Nails - The Fragile
Papa Roach - Infest

229 Orð | Ummæli (17) | Flokkur: Uppboð

Uppboð 2006: Xbox og sjónvarp

desember 11, 2006

Jæja, þá er það þriðji hlutinn af uppboðinu sem eru tæki.

Sjá nánar um uppboðið hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og upphæðina strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní svefnherbergi hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í tvö ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

XBOX leikjatölva

Þetta er breytt XBOX tölva. Það þýðir að hún inniheldur 120GB harðan disk sem er með fullt af leikjum. Með tölvunni fylgja tveir stýripinnar. Þessi tölva er í góðu ástandi og leikirinir eru mjög fjölbreyttir. Ég seldi slatta af XBOX leikjunum í fyrra, en auk leikjanna á harða disknum fylgja eftirfarandi leikir í boxi með: Halo 1, Splinter Cell: Chaos Theory, NBA 2k3, Burnout Takedown og SSX3

Lágmarksboð: 5000 kall.

Uppboðinu lýkur á miðnætti á laugardag.

199 Orð | Ummæli (18) | Flokkur: Uppboð

Uppboð 2006: DVD myndir

desember 11, 2006

Jæja, þá er það annar hluti af uppboðinu mínu til styrktar börnum í Suð-Austur Asíu.

Sjá nánar um uppboðið hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það DVD-bíómyndir sem eru boðnir upp. Uppboðið klárast klukkan 23.59 á föstudagskvöld.

Unbearable lightness of Being
Field of Dreams
Star Wars 1 the Phantom Menace
The Third Man
Office Space
Minority Report (2dvd)
Pulp Fiction
Saving Private Ryan
Love Actually
Crimes and Misdemeanors
Manhattan
Bowling for Columbine
Bullets over Broadway
The Deer Hunter
Reservoir Dogs
Viva Zapata
A Midsummer Night’s Sex Comedy
Young Frankenstein
American Psycho
Doctor Zhivago
The Machinist

135 Orð | Ummæli (30) | Flokkur: Uppboð

Pin8

desember 10, 2006

Ding Dong… !!!

3 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Stjórnmál

Uppboð 2006: DVD pakkar

desember 10, 2006

Jæja, þá er það fyrsti hlutinn af uppboðinu mínu til styrktar börnum í Suð-Austur Asíu.

Sjá nánar um uppboðið hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð. Eigum við ekki að segja að lágmarksboð sé 500 kall.

Hérna eru það sjónvarpsþættir á DVD diskum og bíómyndapakkar sem eru boðnir upp.

Queer as Folk - breskt season 1
Little Britain Season 1
The Office Season 1
The Office Season 2
Black Adder Season 1
The Audrey Hepburn Collection - Box með 4 myndum: Breakfast at Tiffany’s, Sabrina, Funny Face og Paris when it sizzles
Chapelle’s Show Season 2 - bandarískt kerfi
Alfred Hitchcock Collection: The 39 Steps, The man who knew too much, The lady vanishes
Alfred Hitchcock Collection: BlackMail, Rich and Strange, Sabotage
The Godfather 1-3 í pakka

Þessi hluti uppboðsins stendur til kl 23.59 á föstudagskvöld.

173 Orð | Ummæli (30) | Flokkur: Uppboð

Uppboð 2006: Hvað get ég gert?

desember 10, 2006

Aðalsíða uppboðsins er hérna!!

Jæja, þá er komið að því. Í fyrra stóð ég fyrir uppboði hérna á síðunni, sem heppnaðist gríðarlega vel.

Ég safnaði yfir hálfri milljón króna með því að selja dót sem ég átti og með því að gefa hluta af laununum mínum. Í fyrra lýsti ég því ágætlega af hverju ég væri að standa í þessu. Þær forsendur hafa ekki breyst.

Núna er ástandið hjá mér þó auðvitað öðruvísi. Ég er ekki lengur í jafn vel launaðri vinnu og þar sem ég seldi svona mikið af draslinu mínu í fyrra, þá á ég auðvitað ekki jafnmikið í ár. En samt, þá er þetta slatti af dóti.

Ég ferðaðist til Suð-Austur Asíu í haust og langar mig til þess að peningurinn fari á það landsvæði. Mér leið afskaplega vel með framlag mitt í fyrra og fyrir þessi jól vil ég líka leggja mitt af mörkunum. Einsog áður getur fólk boðið í eigur mínar og ef einhverjir vilja koma með frjáls framlög, þá getiði sent mér póst á einarorn@gmail.com. Ég býst við að framlagið mitt muni fara til munaðarleysingjahælis í Laos eða þá til OXFAM.

Hérna að neðan er komin inn fyrsti hlutinn, en það eru sjónvarpsþættir á DVD diskum. Þetta mun virka einsog í fyrra, þú setur einfaldlega inn tilboðið sem ummæli við færsluna. Ég mun reyna að setja inn nýja hluti á hverjum degi næstu daga. Mun m.a. bjóða upp DVD myndir, geisladiska, bækur, sjónvarp og leikjatölvu.

Nota bene, ef einhverjir vilja leggja til hluti til þess að bjóða á þessu uppboði, þá getiði sent mér póst. Takk takk :-)

Einsog í fyrra þá er ég mjög þakklátur ef fólk nennir að vísa á þetta uppboð á sínum síðum. Því fleiri sem vita um þetta, því hærri ættu framlögin að vera. Ég er búinn að búa til síðu um þetta á eoe.is/uppbod.

307 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Uppboð

Maó?

desember 10, 2006

Á þeim annars ágæta veitingastað Wok Bar Nings (sem serverar fínan mat) þá heita grænmetisblöndurnar eftirfarandi nöfnum:

Búddha, Bangkok og Maó

Ég spyr: Er þetta í lagi?

Ef að sömu aðilar stæðu í rekstri á evrópskum veitingastað myndu þeir þá kalla grænmetisblöndurnar Guð, Hamborg og Hitler?

46 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Stjórnmál

3 speed

desember 9, 2006

life is funny
but not ha ha funny
peculiar I guess
you think I got it going my way
then why am I such a fuckin’ mess?

Af einhverjum ástæðum líður mér einsog það sé sunnudagskvöld. Ég er ógeðslega þreyttur, ennþá þunnur og lyktin af pizzunni sem ég pantaði er ógeðsleg (note to self: Þér finnst pepperoni pizza frá Domino’s ekki lengur góð!).

Íbúðin er í drasli og mér líður asnalega.

Ég er með hundruðir klukkutíma af sjónvarpsefni á mynd-diskum, en einhvern veginn finn ég ekkert sem mig langar að horfa á. Og því er ég að hlusta á Electro-shock blues með Eels, sem er ein af mínum uppáhaldsplötum, en svosem ekki plata sem maður grípur vanalega í á laugardagskvöldum.


Þegar ég kom heim í morgun fattaði ég að lyklarnir mínir voru ekki í jakkanum mínum. Ég veit ekki enn hvað varð um þá. Hvort að einhver fáviti hafi stolið þeim eða hvort mér hafi tekist að missa þá einhvers staðar.

Allavegana, ég þoli ekki að vera til vandræða og vildi því ekki hringja í mömmu um miðja nótt til að fá hennar eintak. Þannig að ég fór útá Hótel Sögu og ætlaði að fá mér hótelherbergi. Ég var orðinn svo örmagna af þreytu og mér var hálf óglatt eftir þennan laukfyllta Hlöllabát sem ég hafði borðað, að ég hefði borgað hvaða upphæð sem er fyrir hlýtt herbergi og mjúkt rúm.

En það var fullbókað á Sögu, þannig að stelpan í afgreiðslunni lagði til að ég myndi hringja á lásasmið. Og hann kom og kom mér inn, þurfti að brjóta upp lásinn og setja nýjan á íbúðinni minni.

Ég fór svo að sofa og mér dreymdi svo fáránlega asnalega og leiðinlega drauma að ég hef eiginlega ekki náð mér í allan dag. Það er fáránlegt hvað manni getur liðið æðislega fabjúlöss þegar maður er vel til hafður á skemmtistað í Reykjavík - og svo liðið svona ferlega asnalega heima hjá sér, þunnur í íþróttagalla, daginn eftir.

Ég er farinn að sofa.


Uppfært (sunnudagsmorgunn): Óttalegt væl er þetta. Mér líður æðislega. Ég held að ég hafi ekki sofið betur í margar vikur. :-)

354 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Dagbók & Tónlist

Ekki drekka gos, börnin mín!

desember 9, 2006

Í fréttum Stöðvar 2 áðan

Stjórnvöld senda röng skilaboð með því að lækka gjöld á gos og sykraða drykki.

Já, er það?

Má ég frekar biðja um það að stjórnvöld HÆTTI AÐ SENDA MÉR SKILABOÐ UM HVAÐ ÉG Á AÐ BORÐA OG DREKKA? Það kemur þeim bara andskotann ekkert við.

50 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Greyið ég!

desember 9, 2006

Er ekki gaman að lesa færslur sem byrja á “Sjiiiiiii, ég er þunnur”?

Allavegana, ég er fáránlega þunnur eftir að hafa djammað í gær. Ég fór með fyrrverandi vinnufsfélögum á Domo í mat. Sá staður er algjörlega frábær. Ég var þarna síðasta laugardagskvöld á djamminu og var ekkert rosa hrifinn af Domo sem skemmtistað, en sem veitingastaður þá er þetta frábær staður. Með bestu veitingastöðum sem hafa opnað í Reykjavík síðustu ár.

Annars þá hef ég verið alveg lygilega duglegur við að fara útað borða síðustu tvær vikur. Ég hef borðað á eftirfarandi stöðum: Hressó, Tívolí, Sólon, Vegamót, Apótek, Galíleó, Kaffibrennslan, Domo, Krua Thai, Sbarro, Hamborgarabúllan, Players, Wok Bar og auðvitað Serrano. Þetta gera 14 veitingastaðir á 14 dögum. Það hlýtur að teljast ágætis árangur.

Svo hef ég drukkið fleiri en einn kaffibolla á Kaffitár Bankastræti og Kaffi Roma og drukkið bjór á Players, Vegamótum, Ólíver, Sólon, Pravda, Kaffibrennslunni og Rex.

Þetta er komið ágætt í bili. Í kvöld ætla ég að liggja heima einsog haugur og horfa á sjónvarpið í óveðrinu.

172 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Playa

desember 7, 2006

Vegna alheims-samsæris veðurfræðinga þá eru veðurfréttir á sama tíma á Stöð 2 og RÚV. Þar sem veðurfréttir eru leiðinlegasta sjónvarspefni í heimi, þá skipti ég oft á einhverja aðra stöð á þeim tíma. Í kvöld gerðist það og Seinfeld á Sirkus varð fyrir valinu.

Sirka tveim klukkutímum síðar er búið að vera kveikt á Sirkus og ég fatta að á stöðinni er þáttur sem heitir “The Player”, þar sem einhverjir vanir gaurar reyna að sjarmera sætar stelpur með höstl tækni sinni. Þetta er ekki merkilegt. Það sem er merkilegra er að Player eða playa einsog við köllum þetta í Compton er á íslensku þýddur sem “bósi”!

Nú spyr ég, vantar ekki eitthvað fínt orð yfir “player”? Strákar í USA monta sig af því að vera “player”, en ég sé ekki alveg stráka á Íslandi monta sig af því að vera “bósar”. “Ég er meiriháttar bósi” hljómar ekki neitt voðalega kúl. Einhverjar tillögur?

152 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Sjónvarp

Löndin, sem ég hef heimsótt

desember 7, 2006

Jæja, eftir ferðalög ársins þá eru löndin orðin 45 46 (ég gleymdi Tyrklandi)

(smelltu á kortið til að sjá örlítið stærri útgáfu)

Löndin sem bættust við á árinu 2006: Slóvenía, Tæland, Kambódía, Laos og Víetnam.

Listinn er þá svona:


Norður-Ameríka: Bandaríkin, Kanada, Mexíkó

Mið-Ameríka: Bahamas, Belize, Kúba, El Salvador, Gvatemala, Hondúras

Suður-Ameríka: Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ, Venzuela

Evrópa: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Liechtenstein, Lúxembúrg, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bretland

Mið-Austurlönd: Tyrkland, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin (ok ok, bara flugvöllurinn í Dubai)

Asía: Kambódía, Laos, Tæland, Víetnam

Þú getur gert þitt kort hérna

107 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Ferðalög

Hagfræðingur heimsækir MæSpeis

desember 6, 2006

Nota bene, tölurnar sem voru hérna inni fyrst voru aðeins skakkar. Ég lagaði þær til.

Ég er búinn að vera sæmilega hooked á þessu MySpace dæmi undanfarna daga. Eftirfarandi hluti hef ég lært:

  • Stelpur eignast fleiri vini en strákar
  • Íslenskar stelpur kalla allar vinkonur sínar “sæta”.
  • Það er reyndar ótrúlega mikið af sætum íslenskum stelpum á MySpace, en samt…
  • MySpace er ótrúlega ávanabindandi.
  • Fólk hefur gaman af því að taka sjálfsmyndir. Ég er ánægður að sjá að ég er ekki einn um það.
  • Skemmtileg tölfræði:
    Fjöldi íslenskra stelpna á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.969.
    Fjöldi íslenskra stráka á lausu á aldrinum 20-30 á MySpace: 4.369.
    Semsagt fleiri íslenskar stelpur á lausu en strákar. Húrra fyrir því!
  • Fjöldi íslenskra stelpna á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 194.
    Fjöldi íslenskra stráka á aldrinum 20-30 á lausu og á MySpace til að deita: 346.
  • Semsagt 7.9% karlmanna og bara 3,9% íslenskra stelpna á lausu á MySpace segist vera þar til að deita. Annaðhvort eru allir single Íslendingar svona ofboðslega ánægðir með að vera single, eða þá að þau vilja af einhverjum ástæðum ekki nota MySpace í makaleit.
  • Fjödli stelpna á lausu sem eiga barn (allur aldur): 450
    Fjöldi stráka á lausu sem eiga barn (allur aldur): 170
  • Íslenskar konur á MySpace á aldrinum 20-30:

    Giftar: 288
    Fráskildar: 54
    Í sambandi: 1916
    Á lausu: 4.969.

    Semsagt samkvæmt MySpace þá eru 68,7% kvenna á Íslandi á aldrinum 20-30 á lausu!!!

    Augljóslega er ekki svo hátt hlutfall kvenna á íslandi á lausu, þannig að fólk á lausu virðist sækja í MySpace. Samt virðist enginn viðurkenna makaleitina. :-)

Jammmm…

270 Orð | Ummæli (11) | Flokkur: Netið

Landafræði

desember 4, 2006

Ég fékk 69 stig í fyrstu tilraun. (via Kottke)

9 Orð | Ummæli (14) | Flokkur: Netið

Stones og Exile

desember 3, 2006

Ég tel mig vera þokkalega inní tónlistinni í dag. Ég er að hlusta á Joanna Newsom og fíla hana og ég fattaði Sufjan áður en allir föttuðu hann og ég hlusta á hip-hop og kántrí og allt þar á milli. Ég elska tónlist.

En ég geri mér líka grein fyrir því að megnið af góðri popptónlist var gefið út áður en ég fæddist. Og ég hef átt mín tímabil. Ég hlustaði á lítið annað en Bítlana þegar ég var 16 ára og þegar ég var 18 hlustaði ég á Pink Floyd. Svo hef ég átt mín Doors, Led Zeppelin og auðvitað Neil Young og Bob Dylan skeið (er ekki enn kominn af þeim tveim síðustu).

En þrátt fyrir að ég hafi dýrkað og dáð Bítlana (og geri enn - Fokk hvað LOVE er mikil snilld) þá hefur mér alltaf þótt Rolling Stones vera alveg yfirmáta hallærislegir. Ég veit ekki almennilega af hverju. Það hefur bara verið svo margt sem hefur farið í taugarnar á mér og gert það að verkum að mér hefur fundist þeir vera gamlir, lummó og lúðalegir. Ég hugsaði útí þetta af hverju og fann nokkrar ástæður:

  • Mér finnst Satisfaction hræðilega leiðinlegt lag og þar sem margir telja það besta lag Stones, þá bara missti ég áhugann. Plús það að hellingur af leiðinlegum cover útgáfum af Satisfaction hefur verið gefinn út.
  • Þetta endalausa blaður um að þeir væru að koma til Íslands og þessi endalausu viðtöl við þennan sýslumann á Ísafirði gerðu mig pirraðan.
  • Ég man eftir Mick Jagger í 80’s fötum.
  • Og það mikilvægasta er að þeir eru enn að. Paul McCartney getur verið með ólíkindum hallærislegur, en af því að Bítlarnir hættu þá hef ég aldrei tengt hans hallærisleika á seinni árum við Bítlana. Þeir hafa alltaf verið ungir og töff í mínum huga. Stones urðu hins vegar gamlir saman og því erfiðara að ímynda sér að þeir hafi einu sinni verið svölustu gaurarnir í heiminum.

Og þess vegna gaf ég þeim aldrei sjens. Jú jú, ég átti einhverjar plötur með þeim (Aðallega nýrra efni) og ég fílaði Sympathy for the Devil og Out of Time og einhver önnur lög. En undanfarna mánuði hefur áhuginn aukist. Ég byrjaði t.a.m. að fíla Gimme Shelter og í framhaldi af því alla Let It Bleed plötuna. En það má segja að bíómyndin The Departed hafi gert gæfumuninn.

Hún inniheldur nefnilega tvö stórkostleg Stones lög. Annars vegar Gimme Shelter, sem er eitt magnaðasta lag allra tíma (ég fæ gæsahúð þegar ég hlust á það) og svo Let It Loose, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Stuttu seinna las ég svo þessa grein á MeFi þar sem Stones aðdáendur tala um hversu lengi það geti tekið þig að komast inní Exile on Main Street, en hversu merkileg upplifunin væri þegar maður loksins fattaði plötuna.

Og eitthvað vakti forvitni mína. Rolling Stone tímaritið valdi Exile númer 7 á listanum yfir bestu plötur allra tíma, sem hlýtur að telja eitthvað. Ég meina fokk, uppáhaldsplatan mín kemst bara í 9. sætið og allar plöturnar fyrir ofan Exile hafa verið mínar uppáhaldsplötur á einhverjum tíma (Sgt. Pepper’s, Pet Sounds, Revolver, Highway 61, Rubber Soul og What’s Going On).

Þannig að ég ákvað að prófa Exile on Main Street. Og ég byrjaði að hlusta og hef ekki stoppað síðan. Samkvæmt iTunes hef ég rennt í gegnum hana alla í kringum 15 sinnum og ég dýrka þessa plötu. Þetta er ofursvalt rokk, sem væri jafnkúl þótt það væri gefið út í dag en ekki fyrir 34 árum.

Ég hef hlustað á hana í bílnum og sprengdi næstum því hátalarana þegar ég hlustaði á fyrsta trommuslátt Charlie Watts í Rocks Off (“The sunshine bores the daylights out of me” hlýtur að vera einhver flottasta lína ever). Ég hef átt bágt með að vera ekki einsog einhver gospel söngvari þegar ég hef verið að söngla laglínuna úr Shine a Light (“may the good Lord shine a light on you, make every song you sing your favourite tune”) og ég elska Tumbling Dice og All down the line.

Og ég gjörsamlega dýrka, dái og elska Let it Loose. Betra lag hef ég hreinlega ekki heyrt lengi lengi lengi. Gítarinn í byrjuninn á laginu kallar fram einhverja blöndu af tárum og gæsahúð og ég elska textann. Það sem meira er, við svona 10. hlustun fattaði ég fyrst að Mick Jagger er snillingur: mega töffari, æðislegur texta höfundur og stórkostlegur söngvari. Hann er kannski ekki jafn kúl núna þegar hann er orðinn sextugur. En 29 ára syngjandi inná Exile er Jagger fokking goðsögn.

756 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Tónlist

Nýja tölvan mín

desember 3, 2006


Finnst ykkur hún ekki falleg?

29 Orð | Ummæli (6) | Flokkur:

Botnvörpur

desember 3, 2006

Maður verður ekkert voðalega stoltur við að lesa svona hluti.

10 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Fréttir?

desember 2, 2006

Tvennt sem ég mun banna þegar ég næ loks völdum hérna á Íslandi.

  • Viðtöl við börn í sjónvarpi nema þau hafi eitthvað fréttnæmt fram að færa.
  • Viðtöl við jólasveina.

Bíðið bara!

33 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Sjónvarp

Ég komst áfram, ég er að fara til Reykjavíkur maður!

desember 1, 2006

Nú horfði ég allavegana á tvo þætti af hinu íslenska Ædoli og tel mig því vera sérfræðing um það fyrirbrigði. Samt get ég ekki fyrir mitt litla líf séð hver er munurinn á Idol og X-factor fyrir utan það að eldra fólki er hleypt inn. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?

Jú, kynnirinn er umtalsvert sætari en Simmi og Jói. Það er þó eitthvað.

Ég er búinn að horfa á þetta með öðru auganu á meðan ég rembist við að setja nöfn við allar myndirnar, sem ég tók i Asíu. Ég kom með um 1.000 myndir heim en er búinn að eyða út 400 myndum. Sem skilur 600 myndir eftir, sem er einmitt hreinasta geðveiki. Þetta verður eilífðarverkefni.

119 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Netið

Vodka

desember 1, 2006

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Ölgerðinni mun lítrinn af Smirnoff vodka kosta 5.410 krónur eftir breytingar á áfengislögum í mars.

Ég endurtek. Einn líter af vodka á FIMMÞÚSUNDFJÖGURHUNDRUÐOGTÍU KRÓNUR!

Þetta finnst mér ekki fyndið. Verða Sjálfstæðismenn ekki ánægðir fyrr en maður er alveg hættur að drekka? Djöfulsins neyslustýring og forsjárhyggja hjá þessum svokallaða hægriflokki.

(via Kratabloggið)

54 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Almennt

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33